Umfjöllun: KR-ingar bikarmeistarar - Þórsarar skutu fimm sinnum í slá Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 13. ágúst 2011 12:16 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þórsurum í Laugardalnum. Þórsarar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en nýttu færi sín afar illa. Sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og mark Baldurs Sigurðssonar tíu mínútum fyrir leikslok tryggðu sigur Vesturbæinga. KR-ingar urðu fyrir áfalli í upphitun leiksins. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Vesturbæjarliðsins, meiddist og kom Egill Jónsson inn í byrjunarliðið í hans stað. Fyrir var Óskar Örn Hauksson frá vegna meiðsla og Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. Fjarvera þríeykisins átti eftir að hafa áhrif á spilamennsku KR. Upphafsmínúturnar á Laugardalsvelli voru nokkuð jafnar. Bæði lið áttu hálffæri strax á fyrstu mínútunum en fljótlega tóku Þórsarar völdin. Janez Vrenko fékk dauðafæri á markteig KR á 16. mínútu en skallaði í slána. Tæpum tíu mínútum síðar átti Sveinn Elías Jónsson fínan sprett sem lauk með fallegu skoti sem small í slánni. Þórsarar létu ekki þar við sitja. Ármann Pétur, Gunnar Már og Jóhann Helgason fengu allir fín færi en annaðhvort hittu ekki markið eða létu Hannes Þór verja frá sér. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Marktilraunir KR-liðsins í fyrri hálfleik voru máttlitlar. Næst komust þeir þegar Baldur Sigurðsson skallaði yfir úr vítateignum. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins sendi Magnús Már Lúðvíksson fyrir mark Þórs þar sem Gunnar Már stangaði boltann glæsilega í eigið net. Afgreiðslan sem Þórsarar þurftu á að halda á hinum enda vallarins. Vesturbæingar komnir yfir þvert gegn gangi leiksins en þeir höfðu ekki enn átt skot á markið. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ármann Pétur Ævarsson vildi fá vítaspyrnu á 47. mínútu eftir brot hjá Grétari Sigfinni og skömmu síðar skaut Sveinn Elías í slá úr dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gunnars Más. Sláin átti eftir að reynast bjargvættur KR-inga fimm sinnum í leiknum áður en yfir lauk. Á 67. mínútu negldi Jóhann Helgi í slána af stuttu færi og skömmu síðar var Skúli Jón rekinn útaf í liði KR fyrir það sem virtist litlar sakir. Á 75. mínútu setti Ingi Freyr boltann í slá af stuttu færi. Enn eitt dauðafæriið hjá Þórsurum sem virtist fyrirmunað að skora. Skömmu síðar var brotið á Viktori Bjarka innan teigs Þórsara. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, mat það svo að brotið hefði hafist utan teigs og dæmdi aukaspyrnu við litla hrifningu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem var spjaldaður. Á 81. mínútu gerðu KR-ingar út um leikinn. Magnús Már átti innkast sem Kjartan Henry lét fljóta áfram á Baldur Sigurðsson. Mývetningurinn var ískaldur, lagði hann fyrir sig og hamraði í netið með vinstri fæti. Það sem eftir lifði leiks gerðist lítið og KR-ingar lönduðu sínum tólfta bikar í sögu karlaliðs félagsins. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun þessari án þess að minnast á stuðningsmenn Þórsara. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að jafnmiklum stuðning og Akureyringar sýndu leikmönnum sínum í dag. KR-ingar bikarmeistarar árið 2011. Til hamingju Vesturbæingar! Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. TölfræðiÞór - KR 2-0 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (sjálfsmark, 45. mín) 0-2 Baldur Sigurðsson (81. mín) Skot (á mark): 20-11 (9-2) Varin skot: Rajkovic 1 – Hannes Þór 8 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 2-1 Áhorfendur: 5327 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þórsurum í Laugardalnum. Þórsarar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en nýttu færi sín afar illa. Sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og mark Baldurs Sigurðssonar tíu mínútum fyrir leikslok tryggðu sigur Vesturbæinga. KR-ingar urðu fyrir áfalli í upphitun leiksins. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Vesturbæjarliðsins, meiddist og kom Egill Jónsson inn í byrjunarliðið í hans stað. Fyrir var Óskar Örn Hauksson frá vegna meiðsla og Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. Fjarvera þríeykisins átti eftir að hafa áhrif á spilamennsku KR. Upphafsmínúturnar á Laugardalsvelli voru nokkuð jafnar. Bæði lið áttu hálffæri strax á fyrstu mínútunum en fljótlega tóku Þórsarar völdin. Janez Vrenko fékk dauðafæri á markteig KR á 16. mínútu en skallaði í slána. Tæpum tíu mínútum síðar átti Sveinn Elías Jónsson fínan sprett sem lauk með fallegu skoti sem small í slánni. Þórsarar létu ekki þar við sitja. Ármann Pétur, Gunnar Már og Jóhann Helgason fengu allir fín færi en annaðhvort hittu ekki markið eða létu Hannes Þór verja frá sér. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Marktilraunir KR-liðsins í fyrri hálfleik voru máttlitlar. Næst komust þeir þegar Baldur Sigurðsson skallaði yfir úr vítateignum. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins sendi Magnús Már Lúðvíksson fyrir mark Þórs þar sem Gunnar Már stangaði boltann glæsilega í eigið net. Afgreiðslan sem Þórsarar þurftu á að halda á hinum enda vallarins. Vesturbæingar komnir yfir þvert gegn gangi leiksins en þeir höfðu ekki enn átt skot á markið. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ármann Pétur Ævarsson vildi fá vítaspyrnu á 47. mínútu eftir brot hjá Grétari Sigfinni og skömmu síðar skaut Sveinn Elías í slá úr dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gunnars Más. Sláin átti eftir að reynast bjargvættur KR-inga fimm sinnum í leiknum áður en yfir lauk. Á 67. mínútu negldi Jóhann Helgi í slána af stuttu færi og skömmu síðar var Skúli Jón rekinn útaf í liði KR fyrir það sem virtist litlar sakir. Á 75. mínútu setti Ingi Freyr boltann í slá af stuttu færi. Enn eitt dauðafæriið hjá Þórsurum sem virtist fyrirmunað að skora. Skömmu síðar var brotið á Viktori Bjarka innan teigs Þórsara. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, mat það svo að brotið hefði hafist utan teigs og dæmdi aukaspyrnu við litla hrifningu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem var spjaldaður. Á 81. mínútu gerðu KR-ingar út um leikinn. Magnús Már átti innkast sem Kjartan Henry lét fljóta áfram á Baldur Sigurðsson. Mývetningurinn var ískaldur, lagði hann fyrir sig og hamraði í netið með vinstri fæti. Það sem eftir lifði leiks gerðist lítið og KR-ingar lönduðu sínum tólfta bikar í sögu karlaliðs félagsins. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun þessari án þess að minnast á stuðningsmenn Þórsara. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að jafnmiklum stuðning og Akureyringar sýndu leikmönnum sínum í dag. KR-ingar bikarmeistarar árið 2011. Til hamingju Vesturbæingar! Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. TölfræðiÞór - KR 2-0 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (sjálfsmark, 45. mín) 0-2 Baldur Sigurðsson (81. mín) Skot (á mark): 20-11 (9-2) Varin skot: Rajkovic 1 – Hannes Þór 8 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 2-1 Áhorfendur: 5327 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira