VG Vilja rannsaka stuðning Íslands við loftárásir á Líbíu 27. ágúst 2011 15:02 Frá mótmælunum í Líbíu. Flokksráðsfundur Vinstri grænna samþykkti á fundi sínum um helgina að beina því til Alþingis að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti aðgerðir Atlantshafsbandalagsins gegn Líbíu, sem fólu meðal annars í sér loftárásir. Þá fordæmir fundurinn loftárásirnar sem fundurinn telur að hafi meðal annars beinst að borgaralegum skotmörkum og ollið miklu tjóni og dauða fjölda óbreyttra borgara. Svo segir orðrétt í ályktuninni: „ Hvort með þeim hafi verið komið í veg fyrir verra ástand er ómögulegt að segja en hins vegar er ljóst að heimsvaldahagsmunir vestrænna ríkja og ekki síst olíuhagsmunir réðu miklu þessar aðgerðir“. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum, að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu væri í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, aftók með öllu að aðgerðirnar nytu stuðnings flokksins og sagði orðrétt á Alþingi í lok mars, aðspurður hvort þingflokkurinn styddi ákvörðunina: „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hægt er að lesa ályktun fundarins í heild hér fyrir neðan: „Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn 26.-27. ágúst 2011 vísar til ályktunar frá fundi sínum 20.- 21. maí 2011 og ítrekar fordæmingu sína á loftárásum Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. Fundurinn beinir því til Alþingis að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti þessar aðgerðir. Þessar árásir beindust meðal annars að borgaralegum skotmörkum og ollu miklu tjóni og dauða fjölda óbreyttra borgara. Hvort með þeim hafi verið komið í veg fyrir verra ástand er ómögulegt að segja en hins vegar er ljóst að heimsvaldahagsmunir vestrænna ríkja og ekki síst olíuhagsmunir réðu miklu þessar aðgerðir. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við alþýðu Líbíu og fordæmir hvers kyns kúgun og arðrán þar sem annars staðar. Jafnframt fagnar fundurinn þingsályktunartillögu þingmanna VG um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu sem lögð var fram á Alþingi 30. maí síðastliðinn.“ Hægt er að nálgast frekari ályktanir fundarins hér. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Flokksráðsfundur Vinstri grænna samþykkti á fundi sínum um helgina að beina því til Alþingis að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti aðgerðir Atlantshafsbandalagsins gegn Líbíu, sem fólu meðal annars í sér loftárásir. Þá fordæmir fundurinn loftárásirnar sem fundurinn telur að hafi meðal annars beinst að borgaralegum skotmörkum og ollið miklu tjóni og dauða fjölda óbreyttra borgara. Svo segir orðrétt í ályktuninni: „ Hvort með þeim hafi verið komið í veg fyrir verra ástand er ómögulegt að segja en hins vegar er ljóst að heimsvaldahagsmunir vestrænna ríkja og ekki síst olíuhagsmunir réðu miklu þessar aðgerðir“. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum, að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu væri í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, aftók með öllu að aðgerðirnar nytu stuðnings flokksins og sagði orðrétt á Alþingi í lok mars, aðspurður hvort þingflokkurinn styddi ákvörðunina: „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hægt er að lesa ályktun fundarins í heild hér fyrir neðan: „Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn 26.-27. ágúst 2011 vísar til ályktunar frá fundi sínum 20.- 21. maí 2011 og ítrekar fordæmingu sína á loftárásum Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. Fundurinn beinir því til Alþingis að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti þessar aðgerðir. Þessar árásir beindust meðal annars að borgaralegum skotmörkum og ollu miklu tjóni og dauða fjölda óbreyttra borgara. Hvort með þeim hafi verið komið í veg fyrir verra ástand er ómögulegt að segja en hins vegar er ljóst að heimsvaldahagsmunir vestrænna ríkja og ekki síst olíuhagsmunir réðu miklu þessar aðgerðir. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við alþýðu Líbíu og fordæmir hvers kyns kúgun og arðrán þar sem annars staðar. Jafnframt fagnar fundurinn þingsályktunartillögu þingmanna VG um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu sem lögð var fram á Alþingi 30. maí síðastliðinn.“ Hægt er að nálgast frekari ályktanir fundarins hér.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira