Tónlist

Hermigervill frumflytur ný lög í Vasadiskó

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Raftónlistarmaðurinn Sveinbjörn B. Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, heldur útgáfupartí á skemmtistaðnum Bakkus annað kvöld. Þar fagnar hann útgáfu sinni "Hermigervill leikur fleiri íslenzk lög" en það er fylgifiskur fyrri plötu hans þar sem hann setti þekktar íslenskar dægurperlur í skrautlega ósungna rafbúninga.

Á nýju plötunni tekur Hermigervill m.a. upp á sína arma Partþýbæ eftir Ham, Gvend á eyrinni eftir Arnljót Sigurðsson, diskósmellinn Í Reykjarvíkurborg eftir Þú og ég, Sísí eftir Grýlurnar og Þú og ég eftir Hljóma.

Vel valin lög af plötunni verða þó frumflutt í útvarpsþættinum Vasadiskó sem er á dagskrá X-sins 977 á morgun kl. 15. Í þættinum verður einnig frumflutt nýtt lag með Ham og fjölda erlendra tónlistarmanna. Rapparin Emmsjé Gauti mætir svo í Selebb shuffle liðinn.

Dagskráin á Bakkus hefst kl. 21 en um upphitun sér Geir Helgi Birgisson.

Fylgist með Hermigervli á Facebook.

Fylgist með Vasadiskó á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×