Heidfeld í mál vegna samningsbrots Renault 26. ágúst 2011 23:06 Nick Heidfeld telur sig eiga fullan rétt á því að aka fyrir Renault í Formúlu 1. LAT Photographic/Andrew Ferraro Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu. Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira