Handbolti

Ólafur frá vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar, er nú frá keppni vegna hnémeiðsla. Hann er staddur hér á landi og fer í speglun í dag.

Nikolaj Rindom, læknir AGK-liðsins, segir í samtali við danska fjölmiðla að lítið sé vitað um meiðslin eins og er. Það sé ekki hætt að útiloka neitt.

„Hann þekkir ef til vill þessi meiðsli best sjálfur þar sem hann hefur kynnst þeim áður,“ sagði Rindom.

Landsliðsfyrirliðinn segir sjálfur í samtali við Morgunblaðið í dag að hann muni fara í speglun hjá Brynjólfi Jónssyni í dag. „Þá mun hann örugglega sjá hvað er [að] angra mig,“ er haft eftir honum í Morgunblaðinu. „Þetta er eitthvað í liðþófanum en kannski eru þetta líka einhver öldrunareinkenni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×