Facebook með yfir þúsund milljarða flettinga í einum mánuði 26. ágúst 2011 10:00 Samskiptavefurinn Facebook stækkar og stækkar með hverjum deginum og fékk í sumar yfir trilljón síðuflettingar í einum og sama mánuðinum, samkvæmt tímaritnu Techland. Þetta eru engar smá tölur sem er verið að tala hér um en ein trilljón eru þúsund milljarðar. Í júní síðastliðnum braut Facebook í fyrsta skipti þennan stóra múr en það gerðu um 870 milljón notendur eða 47 prósent allra notenda á internetinu í mánuðinum. Í tímaritinu er bent á það að einungis 750 milljón manns eru skráðir með aðgang á Facebook en þessi mismunur er talinn stafa af því að margir skoða Facebook án þess að skrá sig inn eða í gegnum aðrar samskiptasíður. Sú heimasíða sem var næst vinsælust í júnímánuði var myndbandasíðan Youtube, sem var einungis með einn tíunda af síðuflettingum Facebook. Þó voru um 43 prósent notenda á internetinu sem fóru á youtube í mánuðinum. Þá segir í tímaritinu að þegar tæknirisinn google gerir nýja samskiptavefinn sinn, google plús, opinn öllum notendum - munu þeir ekki vera lengi að sigla fram úr facebook hvað síðuflettingar varðar. Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samskiptavefurinn Facebook stækkar og stækkar með hverjum deginum og fékk í sumar yfir trilljón síðuflettingar í einum og sama mánuðinum, samkvæmt tímaritnu Techland. Þetta eru engar smá tölur sem er verið að tala hér um en ein trilljón eru þúsund milljarðar. Í júní síðastliðnum braut Facebook í fyrsta skipti þennan stóra múr en það gerðu um 870 milljón notendur eða 47 prósent allra notenda á internetinu í mánuðinum. Í tímaritinu er bent á það að einungis 750 milljón manns eru skráðir með aðgang á Facebook en þessi mismunur er talinn stafa af því að margir skoða Facebook án þess að skrá sig inn eða í gegnum aðrar samskiptasíður. Sú heimasíða sem var næst vinsælust í júnímánuði var myndbandasíðan Youtube, sem var einungis með einn tíunda af síðuflettingum Facebook. Þó voru um 43 prósent notenda á internetinu sem fóru á youtube í mánuðinum. Þá segir í tímaritinu að þegar tæknirisinn google gerir nýja samskiptavefinn sinn, google plús, opinn öllum notendum - munu þeir ekki vera lengi að sigla fram úr facebook hvað síðuflettingar varðar.
Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira