Forstjóri Apple, Steve Jobs, hefur látið af störfum og verður stjórnarformaður fyrirtækisins. Tim Cook hefur tekið við sem forstjóri Apple.
Jobs, sem er álitinn lifandi goðsögn í viðskipta- og tækniheiminum, hefur verið í veikindaleyfi síðan í janúar.
Hann er með krabbamein í briskirtli. Hann undirgekkst lifrarígræðslu árið 2009 en hættir nú því hann getur ekki sinnt skyldum sínum sem forstjóri sem skyldi, eins og það er orðað á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

