Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. ágúst 2011 18:46 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira