Meira sjálfstraust hjá Hamilton 22. ágúst 2011 15:49 Lewis Hamilton bíður spenntur eftir því að stíga um borð í McLaren bílinn á föstudaginn. Mynd: McLaren F1 Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti