Innlent

Sigmundur Davíð er 108 kíló og ætlar í megrun

Sigmundur Davíð mun birta tölur yfir þyngd sína á mánudögum næsta mánuðinn.
Sigmundur Davíð mun birta tölur yfir þyngd sína á mánudögum næsta mánuðinn. Mynd úr safni
„Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat," skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sína.

Í færslunni, sem birtist á heimasíðunni í gærkvöldi, segir að hann hafi hitt meltingarlækni sem hafi tjáð honum að íslenskur matur sé sá hollasti í heiminum. Hann segir að aðeins helmingur þeirrar fæðu sem neytt er á Íslandi sé framleidd hér á landi. „Þ.a. ef maður borðar bara það íslenska borðar maður helmingi minna. Með því að auka svo neyslu á íslenska matnum um 50% endar maður í 75% af fyrri neyslu," segir Sigmundur.

Hann endar svo bloggfærslu sína með orðunum: „Sjáum hvað setur. Til að veita mér aðald og í þágu vísinda ætla ég að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn. Byrjunarstaða: 108 kg.“

Heimasíða Sigmundar Davíðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×