Erlent

Stór jarðskjálfti nálægt Vanuatu

Port Vila, höfuðborg Vanuatu.
Port Vila, höfuðborg Vanuatu. Mynd/walter bibikow
Jarðskjálfti sem mældist 7,5 á richter varð nálægt kyrrahafseyjunni Vanuatu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Ekki er talið að jarðskjálftinn hafi sett af stað stóra flóðbylgju, en staðbundnari flóðbygljur kynnu að valda skaða nærri upptökum skjálftans.

Upptökin hafa verið staðsett 60 kílómetrum suðvestur af höfuðborginni Port-Vila á Vanuatu, en svo virðist sem skjálftinn hafi verið heldur grunnur, eða á um 40 kílómetra dýpi.

Flóðbylgjuvarnir kyrrahafssvæðisins segja að skjálftinn hafi ekki skapað flóðbylgju sem ógni öllu Kyrrahafinu, en vara þó við smærri flóðbylgjum sem gætu ollið skaða á ströndum sem séu í undir 80 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×