Hjörtur Logi: Ætla að vinna mér fast sæti í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 10:30 Hjörtur Logi Valgarðsson. Mynd/Vilhelm Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira