Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar 5. september 2011 18:59 Kuupik Kleist mynd úr safni Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. Leiðtogi Grænlendinga mun einnig funda með forseta Íslands og fjármálaráðherra. Olíu- og gasfundur við vesturströnd Grænlands í fyrra hefur aukið bjartsýni þessara næstu nágranna Íslendinga um sjálfstæði. Kleist segir rannsóknir benda til þess að hugsanlegt sé að mikið magn olíu og gass muni finnast. Það gæti í sjálfu sér gert Grænland efnahagslega sjálfstætt. Efnahagslegt sjálfstæði sé þó ekki það sama og pólitískt sjálfstæði, til að byrja með, en efnahagsmálin skipti miklu máli ef Grænlendingar vilji öðlast sjálfstæði. Landstjórn Grænlands hefur ákveðið að á næsta ári verði boðin út olíuleit við Austur-Grænland í fyrsta sinn, á sama tíma og Íslendingar opna tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu en hafsvæði landanna liggja saman á löngum kafla. Kuupik Kleist segir nauðsynlegt vegna þessa að við löndin hafi sameiginlega stefnu í umhverfismálum vegna olíuvinnslu og það ætli Grænlendingar að ræða um við íslensk stjórnvöld. Hérlendis sjá margir fyrir sér að olíuleit við Austur-Grænland kalli á umsvif á Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Ísland liggja best við allri þjónustustarfsemi þar og lögð hafi verið áhersla á það í samtölum við Grænlendinga að þeir horfi til Íslendinga um þetta og þeir hafi tekið vel undir það. Þetta muni þó ráðast af vilja olíufélaga sem þarna hefji leit en þetta sé framtíðarsýn sem íslensk stjórnvöld vinni að. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. Leiðtogi Grænlendinga mun einnig funda með forseta Íslands og fjármálaráðherra. Olíu- og gasfundur við vesturströnd Grænlands í fyrra hefur aukið bjartsýni þessara næstu nágranna Íslendinga um sjálfstæði. Kleist segir rannsóknir benda til þess að hugsanlegt sé að mikið magn olíu og gass muni finnast. Það gæti í sjálfu sér gert Grænland efnahagslega sjálfstætt. Efnahagslegt sjálfstæði sé þó ekki það sama og pólitískt sjálfstæði, til að byrja með, en efnahagsmálin skipti miklu máli ef Grænlendingar vilji öðlast sjálfstæði. Landstjórn Grænlands hefur ákveðið að á næsta ári verði boðin út olíuleit við Austur-Grænland í fyrsta sinn, á sama tíma og Íslendingar opna tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu en hafsvæði landanna liggja saman á löngum kafla. Kuupik Kleist segir nauðsynlegt vegna þessa að við löndin hafi sameiginlega stefnu í umhverfismálum vegna olíuvinnslu og það ætli Grænlendingar að ræða um við íslensk stjórnvöld. Hérlendis sjá margir fyrir sér að olíuleit við Austur-Grænland kalli á umsvif á Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Ísland liggja best við allri þjónustustarfsemi þar og lögð hafi verið áhersla á það í samtölum við Grænlendinga að þeir horfi til Íslendinga um þetta og þeir hafi tekið vel undir það. Þetta muni þó ráðast af vilja olíufélaga sem þarna hefji leit en þetta sé framtíðarsýn sem íslensk stjórnvöld vinni að.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira