Innlent

Nauðsynlegt að eyða í menntakerfið

Dr. Jonathan R. Cole, mikill sérfræðingur í háskólamálum, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag. Á fyrirlestrinum fjallaði hann um stöðu og framtíð rannsóknarháskóla.

Jonathan fjallaði mjög um stöðu háskólamála í Bandaríkjunum á fyrirlestrinum. Þar í landi hefur heldur dregið úr ríkisstyrkjum til háskóla á undnaförnum árum. Í kjölfarið hafa einkareknir háskólar sem komast í fjármagn getað sölsað undir sig færustu kennarana og styrkt sig mjög í samaburði við ríkisreknu háskólana. Þetta telur Jonathan geigvænlega þróun.

„Við erum sjálf okkar verstu óvinir," sagði Jonathan, en með því átti hann við að þó háskólastarf í Bandaríkjunum hafi verið öflugt gegnum tíðina þarf ekki mikið til að eyðileggja það til framtíðar. Ef ráðamenn átta sig ekki á mikilvægi þess að verja fjármunum til háskólastarfs er öllu stefnt í hættu.

Jonathan undirstrikaði á fyrirlestrinum þá skoðun sína að þau lönd sem verja fjármunum í gott menntakerfi og frjálsar rannsóknir séu löndin sem muni eiga framtíðina.

Loks lagði hann mikla áherslu á mikilvægi þess að það væri samkeppni milli háskóla. Jafnframt meðal kennara og nemenda. Það væri lykillinn að árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×