„Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2024 19:16 Grímur Hergeirsson lögreglustjóri á Suðurlandi. Vísir Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. Berghildur Erla var á Selfossi, þar sem aðgerðum er stýrt, í Kvöldfréttum og ræddi við Grím Hergeirsson lögreglustjóra á Suðurlandi. „Staðan er sú núna að það er ennþá hlaup í gangi í Skálm. Suðurlandsvegur er með öllu lokaður frá Höfðabrekku og austur að Meðallandsvegi.“ Klippa: Óvissustig vegna hlaups Hann segir að tekin hafi verið ákvörðun um að rýma svæði við Sólheimajökul að höfðu samráði við Veðurstofuna. Reikna megi með að lokunin standi yfir inn í nóttina hið minnsta og til morguns. Það hefur flætt yfir veginn við Skálm, hvernig standa málin með tilliti til brúarinnar? „Það flæddi yfir brúna og þjóðveginn á um kílómeters kafla fyrir austan brúna. Það liggur fyrir að það eru skemmdir á veginum og það verður ekkert hægt að skoða það fyrr en sjatnar í þessu og þá kemur í ljós hvaða aðgerða þarf að grípa til, til að opna.“ Grímur segir mikið af ferðamönnum á svæðinu en ekki sé vitað til þess að nokkur hafi verið í hættu. „Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum náð utan um þetta mjög vel.“ Hversu stórt er þetta hlaup með tilliti til annarra? „Það á auðvitað eftir að koma í ljós eftir að búið er að mæla allt saman en það liggur fyrir að þetta er í stærri kantinum og kannski á pari við það sem við sáum í Múlakvísl 2011.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi yfir jöklinum á sjöunda tímanum í þeim tilgangi að kanna aðstæður. Grímur bendir ferðamönnum sem ætla sér að ferðast um Suðurlandið á að fylgjast með stöðu mála á vef Vegagerðarinnar og vef Almannavarna. Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Lögreglumál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Berghildur Erla var á Selfossi, þar sem aðgerðum er stýrt, í Kvöldfréttum og ræddi við Grím Hergeirsson lögreglustjóra á Suðurlandi. „Staðan er sú núna að það er ennþá hlaup í gangi í Skálm. Suðurlandsvegur er með öllu lokaður frá Höfðabrekku og austur að Meðallandsvegi.“ Klippa: Óvissustig vegna hlaups Hann segir að tekin hafi verið ákvörðun um að rýma svæði við Sólheimajökul að höfðu samráði við Veðurstofuna. Reikna megi með að lokunin standi yfir inn í nóttina hið minnsta og til morguns. Það hefur flætt yfir veginn við Skálm, hvernig standa málin með tilliti til brúarinnar? „Það flæddi yfir brúna og þjóðveginn á um kílómeters kafla fyrir austan brúna. Það liggur fyrir að það eru skemmdir á veginum og það verður ekkert hægt að skoða það fyrr en sjatnar í þessu og þá kemur í ljós hvaða aðgerða þarf að grípa til, til að opna.“ Grímur segir mikið af ferðamönnum á svæðinu en ekki sé vitað til þess að nokkur hafi verið í hættu. „Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum náð utan um þetta mjög vel.“ Hversu stórt er þetta hlaup með tilliti til annarra? „Það á auðvitað eftir að koma í ljós eftir að búið er að mæla allt saman en það liggur fyrir að þetta er í stærri kantinum og kannski á pari við það sem við sáum í Múlakvísl 2011.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi yfir jöklinum á sjöunda tímanum í þeim tilgangi að kanna aðstæður. Grímur bendir ferðamönnum sem ætla sér að ferðast um Suðurlandið á að fylgjast með stöðu mála á vef Vegagerðarinnar og vef Almannavarna.
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Lögreglumál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira