Innlent

Lúðvík hugsar sig um: Það mætir einhver á þingfund á mánudaginn

Lúðvík Geirsson.
Lúðvík Geirsson.
„Þetta ber mjög skjótt að,“ segir Lúðvík Geirsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi en honum stendur til boða að taka þingsæti Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku frá og með mánudeginum næsta.

Lúðvík, sem var bæjarstjóri Hafnarfjarðar þar til hann bauð sig fram til þings árið 2009, hefur ekki gert upp við sig hvort hann taki þingsætið eða ekki.

Lúðvík sinnir nú störfum fyrir jöfnunarsjóði sveitafélaganna þar sem hann gegnir samhæfingarhlutverki í yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitafélaga.

„Það er þingfundur á mánudaginn og það mun einhver mæta þangað,“ segir Lúðvík sem ætlar að ræða við stuðningsmenn sína áður en ákvörðun verður tekin.

Hinsvegar er lítill tími til stefnu, enda fundur á mánudaginn. Lúðvík segist þó búast við að taka ákvörðun á morgun um það hvort hann þiggi þingsætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×