Innlent

Ætlaði að ræna verslun en fann engan starfsmann

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa rænt 10-11 og svo reynt að ræna verslunina tæpu ári síðar.
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa rænt 10-11 og svo reynt að ræna verslunina tæpu ári síðar.
Rétt tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnuð rán og þjófnað. Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa rænt verslun 10-11 í Grímsbæ í desember á síðasta ári vopnaður hnífi. Maðurinn hafði rúmar fimmtán þúsund krónur upp úr krafsinu auk sígarettupakka samkvæmt ákærunni.

Þá er hann einnig sakaður um að hafa rænt söluturn í Hraunbergi vopnaður hnífi fyrr á þessu ári.

Maðurinn er líka ákærður fyrir tilraun til ráns í ágúst síðastliðnum þegar hann á að hafa farið inn í verslun 10-11 í Glæsibæ vopnaður klaufhamri. Maðurinn fór þó tómhentur út þar sem enginn starfsmaður var sjáanlegur.

Hann er að auki ákærður fyrir þjófnað, eignaspjöll og fíkniefnalagabrot.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en maðurinn tók ekki afstöðu til sakarefnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×