Sport

Usain Bolt fór örugglega inn í úrslitin í 200 metrunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Mynd/AP
Usain Bolt var afslappaður og í sínu vanalega töffara-stuði þegar hann tryggði sér sæti í úrslitahlaupinu í 200 metrunum á Heimsmeistaramótsins i frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í dag.

Usain Bolt var dæmdur úr leik í úrslitum 100 metra hlaupsins á sunnudaginn eftir að hann þjófstartaði og þar missti hinn af gullverðlaunum sem allir töldu hann myndi vinna örugglega.

Það svekkelsi virtist ekki hafa áhrif á Bolt í dag nema kannski að það var aðeins einn sem átti slakara viðbragð í undanúrslitum 200 metra hlaupsins. Bolt ætlaði greinilega ekki að þjófstarta aftur en hann leyfði sér að slappa af í lok hlaupsins þegar hann var kominn með örugga forystu.

Usain Bolt vann sinn riðil af miklu öryggi en í heildina var hann með annan bestan tímann á eftir Frakkanum Christophe Lemaitre sem varð Evrópumeistari í þessari grein í fyrra. Úrslitahlaupið fer síðan fram á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×