Innlent

Ferðamálafrömuðir fyrir norðan fagna áformum Nubo

Huang Nubo.
Huang Nubo.
Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi fagnar áformum kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo að stefna að uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Nubo vill, eins og frægt er orðið, reisa glæsilegt hótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Í yfirlýsingu frá markaðsstofunni segir að öll ný fjárfesting í ferðaþjónustu sem fellur að lögum og reglum og fylgir markmiðum um sjálfbæra nýtingu og umhverfisvæna ferðaþjónustu sé af hinu góða.

Ef áformin gangi eftir muni uppbyggingin skapa fjölmörg nú tækifæri og efla þá ferðaþjónustu sem fyrir sé á svæðinu, „ fyrir utan að hafa mjög jákvæð áhrif á búsetuskilyrði og samgöngur á Norð-austurlandi, þ.á.m. þau áform Norðlendinga að stórefla beint flug inn á Akureyrarflugvöll frá helstu markaðssvæðum okkar erlendis,“ segir í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×