Innlent

Ákærðir fyrir að lúberja mann - þurfti að sauma 25 spor

Árásin átti sér stað á Laugaveginum, skammt frá Boston.
Árásin átti sér stað á Laugaveginum, skammt frá Boston.
Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar þeir lömdu tæplega þrítugan mann fyrir utan skemmtistaðinn Boston í október á síðasta ári.

Mennirnir, sem eru allir rétt rúmlega tvítugir, eru ákærðir fyrir að hafa slegið manninn í andlitið með glasi auk þess sem þeir eru sakaðir um að hafa slegið hann ítrekað í höfuð og sparkað í hann þar sem hann lá í götunni, eftir að hann hafði fallið á flótta frá mönnunum.

Fórnarlambið hlaut djúpan skurð á augabrún og nefi sem náði að augabrún, auk þess sem það þurfti að sauma 25 spor vegna skurða  á enni mannsins.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en samkvæmt upplýsingum frá ákæruvaldinu neituðu allir mennirnir sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×