Íslensk ungmenni norðurlandameistarar í kannabisneyslu Höskuldur Kári Schram skrifar 1. september 2011 19:30 Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. Verulegur árangur hefur náðst í báráttunni gegn áfengis- og hassneyslu unglinga á undanförnum árum. Á sama tíma bendir allt til þess að marijúananeysla fari vaxandi. „Ef við horfum á framhaldsskólana þá er þar töluverð aukning og ekki síst aukning í neyslu marijúana. Það sem er kannski sérstakt við þróunina og stöðuna hvað þann þátt varðar að við erum komin í fremstu röð, þ.e. neysla hér virðist vera orðin meiri á marjúana í ungu fólki í framhaldsskóla heldur en hjá ungu fólki í kringum okkur. þetta er alveg nýtt," Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- og forvarna. Samkvæmt nýlegum könnunum eiga íslensk ungmenni Norðurlandamet þegar kemur að marijúananeyslu. Tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanema sögðust þannig hafa prófað efnið sem er mun hærra hlutfall miðað við hin norðurlöndin. „Hvað skýrir þetta að þínu mati. Það er erfitt að segja. Mögulega kannski svona þessi framleiðsla sem við höfum verið að sjá hérna heima. það hefur verið töluverð framleiðsla. mögulega aðgengið nokkuð gott, betra en á kannabis sem þarf að flytja inn," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni. Marijúana ræktun hefur aukist verulega hér á landi eftir hrun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í samtali við fréttastofu að frá árinu 2009 hafi marijúana í raun verið ráðandi á fíkniefnamarkaðinum. Árni telur að unglingar sjái marijúana í öðru og jákvæðari ljósi en hass. „Allavega samkvæmt upplýsingum sem höfum frá ýmsum sem vinna með ungu fólki ráðgjöf og ýmis konar aðstoð við ungmenni sem að lenda í vanda. þeir telja að það sé talsverð viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað á síðustu misserum. ekki síst viðhorfsbreyting gagnvart maríjúana. í þá veru að maríjúana sé skaðlítið eða skaðlaust efni," segir Árni. Er einhver munur á þessum efnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Innihaldið er það sama," svarar Árni. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. Verulegur árangur hefur náðst í báráttunni gegn áfengis- og hassneyslu unglinga á undanförnum árum. Á sama tíma bendir allt til þess að marijúananeysla fari vaxandi. „Ef við horfum á framhaldsskólana þá er þar töluverð aukning og ekki síst aukning í neyslu marijúana. Það sem er kannski sérstakt við þróunina og stöðuna hvað þann þátt varðar að við erum komin í fremstu röð, þ.e. neysla hér virðist vera orðin meiri á marjúana í ungu fólki í framhaldsskóla heldur en hjá ungu fólki í kringum okkur. þetta er alveg nýtt," Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- og forvarna. Samkvæmt nýlegum könnunum eiga íslensk ungmenni Norðurlandamet þegar kemur að marijúananeyslu. Tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanema sögðust þannig hafa prófað efnið sem er mun hærra hlutfall miðað við hin norðurlöndin. „Hvað skýrir þetta að þínu mati. Það er erfitt að segja. Mögulega kannski svona þessi framleiðsla sem við höfum verið að sjá hérna heima. það hefur verið töluverð framleiðsla. mögulega aðgengið nokkuð gott, betra en á kannabis sem þarf að flytja inn," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni. Marijúana ræktun hefur aukist verulega hér á landi eftir hrun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í samtali við fréttastofu að frá árinu 2009 hafi marijúana í raun verið ráðandi á fíkniefnamarkaðinum. Árni telur að unglingar sjái marijúana í öðru og jákvæðari ljósi en hass. „Allavega samkvæmt upplýsingum sem höfum frá ýmsum sem vinna með ungu fólki ráðgjöf og ýmis konar aðstoð við ungmenni sem að lenda í vanda. þeir telja að það sé talsverð viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað á síðustu misserum. ekki síst viðhorfsbreyting gagnvart maríjúana. í þá veru að maríjúana sé skaðlítið eða skaðlaust efni," segir Árni. Er einhver munur á þessum efnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Innihaldið er það sama," svarar Árni.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira