Sport

Ásdís með besta kast ársins - einu sæti frá úrslitum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásdís hefur þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í London 2012.
Ásdís hefur þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í London 2012. Mynd / Anton
Ásdís Hjálmsdóttir komst ekki í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum í Suður-Kóreu í nótt. Ásdís kastaði lengst 59,15 metra, hennar besta kast á árinu, og varð í 13. sæti í undankeppninni, einu sæti frá því að komast í úrslit.

Ásdís hefur glímt við meiðsli og var ekki ljóst hversu mikil áhrif þau myndu hafa á hana. Hún náði sínu besta kasti í fyrstu tilraun. Annað kast hennar flaug 57.62 metra en það þriðja var ógilt.

Tólf keppendur komust í úrslit og síðasta kastið sem gaf sæti í úrslitum var upp á 59,65 metra. Íslandsmet Ásdísar frá árinu 2009 er 61,37 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×