Framfarir hjá Mercedes að mati Rosberg 19. september 2011 16:44 Nico Rosberg ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu. AP mynd: Antonio Calanni Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu. Formúla Íþróttir Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira