Sport

Bolt og Blake fóru á kostum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bolt er aftur kominn í gang í 100 metra hlaupunum.
Bolt er aftur kominn í gang í 100 metra hlaupunum.
Heimsmeistararnir nýkrýndu - Usain Bolt og Yohan Blake - voru stjörnur kvöldsins á Demantamótaröðinni í kvöld en keppt var í Brussel. Þeir mættust reyndar ekki að þessu sinni. Bolt hljóp 100 metra en Blake 200 þar sem hann náði ótrúlegum tíma.

Blake sýndi og sannaði að hann mun veita Bolt harða keppni á næstunni er hann kom í mark á næstbesta tima sögunnar í 200 metra hlaupi. Hann hljóp á 19,26 sekúndum sem er næstbesti tími sögunnar. Aðeins Bolt hefur hlaupið hraðar.

Blake sló þar með tíma Bandaríkjamannsins Michael Johnson sem átti heimsmetið lengi en hans besti tími var 19,32 sekúndur. Heimsmet Bolt er 19,19 sekúndur.

Bolt átti einnig frábært kvöld er hann hljóp 100 metrana á besta tíma ársins eða 9,76 sekúndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×