Fótbolti

Guardiola: Ég mun aldrei lofa því að Barcelona vinni titla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það eru flestir tilbúnir að leggja mikið undir að Barcelona vinni stóru titlana á þessu tímabili en þjálfarinn Pep Guardiola vill þó ekki lofa neinu. Barcelona hefur unnið 12 af 15 titlum í boði síðan að þessi fertugi Spánverji tók við Barcelona-liðinu haustið 2008.

„Ég mun aldrei lofa titlum og það væri ósköp eðlilegt þótt að við myndum ekki vinna neitt. Það eina sem ég get lofað er að liðið verði spili sinn fótbolta," sagði Pep Guardiola.

Barcelona liðið hefur nú gert tvö jafntefli í röð, fyrst á moti Real Sociedad í spænsku deildinni um síðustu helgi og svo á móti AC Milan í Meistaradeildinni í vikunni.

Börsungar hafa verið að glíma við þó nokkur meiðsli að undanförnu. Fyrirliðinn Carles Puyol er nýkominn til baka eftir langtíma meiðsli og þeir Gerard Pique, Alexis Sanchez og Andres Iniesta eru allir á meiðslalistanum.

„Á síðasta tímabili voru það Jeffren og Bojan en nú eru það Iniesta og Alexis. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur," sagði Guardiola en Barcelona-liðið hefur unnið 135 af 188 leikjum undir hans stjórn og aðeins tapað 17 sinnum á þessum rúmu þremur tímabilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×