Innlent

Magn svifryks í Reykjavík tvöfalt yfir heilsuverndarmörkum

Svifryk í Reykjavík
Svifryk í Reykjavík mynd úr safni
Rykmistur er yfir Reykjavík og hefur styrkur svifryks farið hækkandi í morgun. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og klukkan tíu í morgun var styrkurinn 100 á mælistöðinni við Grensásveg. Meðaltalið frá miðnætti var 45 míkgrömm á rúmmetra.

Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjavíkurborgar. En þar segir að vindur sé hægur og suðaustlægur en vandasamt sé að spá á þessu stigi málsins hvort að styrkur svifryksins fari yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk í dag. „Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu þó að fylgjast vel með svifryksmengun í dag á vefmæli á heimasíðu Reykjavíkurborgar," segir á síðunni.

Á morgun er búist við rigningu og hreinu lofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×