Innlent

Skortur á refsiákvæðum við gjaldeyrishaftabrotum

Ólafur Þór Hauksson gæti þurft að fella niður 19 mál vegna skorts á refsiákvæðum.
Ólafur Þór Hauksson gæti þurft að fella niður 19 mál vegna skorts á refsiákvæðum. mynd úr safni
Sérstakur saksóknari gæti þurft að fella niður þau nítján mál sem nú eru til rannsóknar vegna brota á gjaldeyrishaftareglum vegna skorts á refsiákvæðum í lögum. Þetta er mat lögmanns sem telur ennfremur að skaðabótaskylda hljóti að vera til staðar.

Árið 2008 voru sett ákvæði til bráðabirgða sem heimiluðu Seðlabanka Íslands að setja reglur og takmarka þannig tilteknar fjármagnshreyfingar, sem í daglegu tali eru nefnd gjaldeyrishöft.

Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður hefur bent á að að í núgildandi lögum sé ekki að finna nein gild sektar- eða refsiákvæði, vegna brota á umræddum reglum.

Nú liggur hinsvegar fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á umræddum lögum, og vakti Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður máls á þessu í morgun.

Spurði hann formann efnahags- og skattanefndar, Helga Hjörvar, hvernig hann teldi að Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hyggist axla ábyrgð á þeim hrikalegu mistökum sem hann sagði vera að koma í ljós.

Helgi Hjörvar svaraði engu um það en benti á að reglurnar hefðu verið settar vegna þess neyðarástands sem þá ríkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×