Innlent

HH leita fleiri undirskrifta

Hagsmunasamtök heimilanna leituðu liðsinnis með fjöldapósti.
Hagsmunasamtök heimilanna leituðu liðsinnis með fjöldapósti. Mynd úr safni
Hagsmunasamtök heimilanna sendu í gær frá sér fjöldapóst þar sem þau hvöttu fólk til að skrifa undir kröfu þeirra um afnám verðtryggingar og leiðréttingu lána. Pósturinn barst til allra þeirra sem þegar hafa skrifað undir kröfuna.

Pósturinn bar yfirskriftina „Við þörfnumst hvors annars". Þar kom fram að samtökin séu ekki fjársterk og hafi því ekki ráð á meiriháttar auglýsingaherferð. Samtökin segja marga þegar hafa skrifað undir kröfu þeirra, en til að auka slagkraftinn vilji þau ná helmingi fleiri undirskriftum. Því hvetja þau alla sem þegar hafa skrifað undir kröfuna að afla einnar undirskriftar til. Þar með tvöfaldist tala undirskrifta.


Tengdar fréttir

Vilja leiðréttingu og afnám trygginga

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að stjórnvöld hefji undirbúning að almennum leiðréttingum stökkbreyttra lána og afnámi verðtryggingar eða skjóti málinu undir dóm þjóðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×