Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls 12. september 2011 19:30 Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. Öræfajökull rís 2110 metra upp yfir sjávarmál og er ekki bara hæsta fjall Íslands heldur einnig stærsta eldfjallið. Á fjögurra daga tímabili í síðasta mánuði, frá 21. til 24. ágúst, mældust þar átta jarðskjálftar með upptök í toppgíg fjallsins, og var sá stærsti 2,2 stig. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir í viðtali við Stöð 2 að enginn sé að hrópa ,,úlfur, úlfur" en jarðskjálftar séu afar sjaldgæfir í Öræfajökli. Ekki sé gott að segja hvað þetta þýði en ljóst sé að Öræfajökull sé lifandi eldfjall. Skjálftahrinan nú er aðeins sú þriðja sem mælst hefur í Öræfajökli frá upphafi stafrænna skjálftamælinga fyrir tuttugu árum en hinar voru í desember árið 2005 og í september 2008. En má setja þessar hræringar nú í samhengi við aukna eldvirkni með gosunum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli? Ari Trausti segir þekkt að ákveðnir púlsar virðist koma í eldvirkni og slíkt virðst vera að gerast nú í Vatnajökli og nágrenni hans. Því sé líklegt að þar verði fleiri eldgos, til dæmis á næstu 40-80 árum. Ari segir langt í frá útilokað að Öræfajökull geti bært á sér enda sé hann meðal virkra eldfjalla Íslands. Öræfajökull hefur tvívegis gosið eftir að land byggðist, 1362 og 1727. Fyrra gosið eyddi heilu héraði og byggðin sem reis á rústunum fékk nafnið Öræfi. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. Öræfajökull rís 2110 metra upp yfir sjávarmál og er ekki bara hæsta fjall Íslands heldur einnig stærsta eldfjallið. Á fjögurra daga tímabili í síðasta mánuði, frá 21. til 24. ágúst, mældust þar átta jarðskjálftar með upptök í toppgíg fjallsins, og var sá stærsti 2,2 stig. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir í viðtali við Stöð 2 að enginn sé að hrópa ,,úlfur, úlfur" en jarðskjálftar séu afar sjaldgæfir í Öræfajökli. Ekki sé gott að segja hvað þetta þýði en ljóst sé að Öræfajökull sé lifandi eldfjall. Skjálftahrinan nú er aðeins sú þriðja sem mælst hefur í Öræfajökli frá upphafi stafrænna skjálftamælinga fyrir tuttugu árum en hinar voru í desember árið 2005 og í september 2008. En má setja þessar hræringar nú í samhengi við aukna eldvirkni með gosunum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli? Ari Trausti segir þekkt að ákveðnir púlsar virðist koma í eldvirkni og slíkt virðst vera að gerast nú í Vatnajökli og nágrenni hans. Því sé líklegt að þar verði fleiri eldgos, til dæmis á næstu 40-80 árum. Ari segir langt í frá útilokað að Öræfajökull geti bært á sér enda sé hann meðal virkra eldfjalla Íslands. Öræfajökull hefur tvívegis gosið eftir að land byggðist, 1362 og 1727. Fyrra gosið eyddi heilu héraði og byggðin sem reis á rústunum fékk nafnið Öræfi.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira