Innlent

Ráðuneytisstarfsmenn í færri utanlandsferðir

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Utanlandsferðum starfsmanna utanríkisráðuneytistins hefur fækkað um rúm 37% frá árinu 2007, úr. Þetta kom fram í svari utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, alþingismanns, á Alþingi í dag.

Á árunum 2007 til 2010 fækkaði utanlandsferðum starfsmanna ráðuneytisins úr 537 í 336. Ráðherra leggur áherslu á að þrátt fyrir gengisfall krónunnar og ný verkefni ráðuneytisins, svo sem aðildarumsókna að ESB, hafi útgjöld vegna ferða starfsmanna ráðuneytisins lækkað á umræddu tímabili.

Útgjöldin má líta í meðfylgjandi töflu, námunduð að heilli milljón króna.

2007200820092010
Starfsfólk ráðuneytis81 milljón114 milljónir71 milljón80 milljónir
Sendiskrifstofur Íslands

erlendis

16 milljónir23 milljónir15 milljónir13 milljónir
Þróunarsamvinnu-

stofnun
2 milljónir2 milljónir3 milljónir4 milljónir
Varnarmálastofnun01 milljón2 milljónir1 milljón



Í svarinu koma einnig fram tölur um fjölda ferðanna. Tölurnar getur að líta í meðfylgjandi töflu.



2007

2008

2009

2010

Starfsfólk ráðuneytis

423

379

205

259

Sendiskrifstofur Íslands erlendis

111

117

79

71

Þróunarsamvinnustofnun

3

5

5

5

Varnarmálastofnun

0

4

7

1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×