Fótbolti

Ramsey ekki með gegn Dortmund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aaron Ramsey í leik með Arsenal.
Aaron Ramsey í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Aaron Ramsey meiddist á æfingu hjá Arsenal í dag og verður ekki með liðinu gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Ramsey haltraði meiddur á ökkla af æfingunni í morgun en ekki er langt síðan að hann var frá í alls níu mánuði vegna slæms fótbrots.

Margir leikmenn eiga við meiðsli að stríða hjá Arsenal þessa stundina. Einn þeirra er Jack Wilshere sem er einnig að glíma við ökklameiðsli en báðir eru þeir miðvallarleikmenn.

Wenger keypti nokkra nýja leikmenn til Arsenal í lok ágústmánaðar - þar af þá Mikel Arteta og Yossi Benayoun sem báðir spila á miðjunni. Alex Song og Emmanuel Frimpong geta líka fyllt í skarð Ramsey sem hefur verið í byrjunarliði Arsenal í öllum sex leikjum liðsins í byrjun tímabilsins.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir Arsenal sem vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar að liðið lagði Swansea, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×