Formúla 1

Vettel fremstur á ráslínu í tíunda skipti i ár

AP mynd; Antonio Calanni
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag fyrir ítalska Formúlu 1 kappaksturinn á Monza brautinni á Ítalíu. Hann er því búinn að ná besta tíma í tíu tímatökum af þrettán á árinu. Lewis Hamilton náði næst besta tíma á McLaren og Jenson Button á samskonar bíl þriðja besta tíma. Formúlu 1 mótið á Monza fer fram á morgun.

Red Bull liðið hefur verið með annanhvorn ökumanna sinna fremstan á ráslínu í öllum mótum ársins, en Mark Webber hjá Red Bull hefur þrívegis verið fremstur á ráslínu. Hann náði fimmta besta tíma í dag og varð á eftir Fernando Alonso á Ferrari, en liðið er staðsett á Ítalíu og því á heimavelli.

Felipe Massa á Ferrari náði sjötta besta tíma í tímatökunni, en Vitaly Petroov á Renault varð sjöundi og er því framar á ráslínunni en Michael Schumacher sem er áttundi. Schumacher hefur unnið mótið á Monza fimm sinnum, oftar en nokkur annar. Liðsfélagi Schumacher, Nico Rosberg verður níundi á ráslínunni og Bruno Senna á Renault tíundi. Senna er að keppa í sínu öðru móti með Renault, en hann var sjöundi á ráslínunni í keppninni á Spa á dögunum.

Ökumaður sem er fremstur á ráslínu hefur unnið 9 af síðustu 13 Formúlu 1 mótum á Monza brautinni, en kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá. Útsending hefst kl. 11.30.

Vettel er með gott forskot í stigakeppni ökumanna. Hann er með 259 stig, Webber er með 167, Alonso 157, Button 149 og Hamilton 146. Í keppni bílasmiða er Red Bull efst með 426 stig, McLaren 295 og Ferrari 231.



Tímarnir úr tímatökunni eru frá autosport.com

1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m22.275s

2. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m22.725s + 0.450

3. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m22.777s + 0.502

4. Fernando Alonso Ferrari 1m22.841s + 0.566

5. Mark Webber Red Bull-Renault 1m22.972s + 0.697

6. Felipe Massa Ferrari 1m23.188s + 0.913

7. Vitaly Petrov Renault 1m23.530s + 1.255

8. Michael Schumacher Mercedes 1m23.777s + 1.502

9. Nico Rosberg Mercedes 1m24.477s + 2.202

10. Bruno Senna Renault engin tími í lokumferðinni

11. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m24.163s + 1.249

12. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m24.209s + 1.295

13. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m24.648s + 1.734

14. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m24.726s + 1.812

15. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m24.845s + 1.931

16. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m24.932s + 2.018

17. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m25.065s + 2.151

18. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m25.334s + 1.358

19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m26.647s + 2.671

20. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m27.184s + 3.208

21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m27.591s + 3.615

22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m27.609s + 3.633

23. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m28.054s + 4.078

24. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m28.231s + 4.255






Fleiri fréttir

Sjá meira


×