Handbolti

Baldvin: Kristján Ara sagði mig feitan

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Baldvin í leiknum gegn Fram.
Baldvin í leiknum gegn Fram. Fréttablaðið/Valli
Baldvin Þorsteinsson var markahæstur FH í kvöld með átta mörk í góðum 20-24 sigri á Akureyri fyrir norðan. Baldvin kann vel við sig þar, enda Akureyringur.


"Við byrjuðum leikinn hreinlega ekki. Þeir gengu bara á lagið og keyrðu yfir okkur. Þetta róaðist svo þegar við komum okkur inn í leikinn."

"Þegar það gerðist leið manni vel allan tímann. Þeir þurftu alltaf að hafa meira fyrir mörkunum en við. Við spiluðum bara vel allan leikinn," sagði Baldvin.

Margir telja lið FH ekki jafn sterkt og í fyrra, eftir að hafa misst menn á borð við Ólaf Guðmundsson, Ásbjörn Friðriksson, Loga Geirsson og Pálmar Pétursson.

"Ég er alveg sammála því að við erum ekki jafn góðir núna og á sama tíma og í fyrra. En ef við náum upp svona vörn og svona markvörslu erum við í góðum málum. Efniviðurinn er til staðar."

"Danni var frábær í markinu og klárlega maður leiksins," sagði Baldvin sem var þó sjálfur frábær.

"Ég hef æft vel í sumar. Kristján Arason sagði mig vera of feitan í fyrra, það er helvíti hart frá honum komið. Öxlin var ekki 100% í fyrra en hún er góð núna og mér líður vel," sagði Baldvin léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×