Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2011 20:45 Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt." Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt."
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira