Villas-Boas sér ekki eftir að hafa sett Kalou inn á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2011 23:08 Nordic Photos / Getty Images Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sér ekki eftir því að hafa sett Salomon Kalou inn á völlinn þegar lítið var eftir af leik liðsins gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea var þá með 1-0 forystu í leiknum þökk sé marki Frank Lampard á 56. mínútu en Kalou fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að handleika knöttinn aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á. „Ég ætla ekki að gagnrýna hann fyrir þetta. Svona lagað gerist í fótbolta,“ sagði Villas-Boas eftir leikinn í kvöld. Spurður hvort að hann hefði átt að setja inn varnarsinnaðri leikmann en Kalou þegar svo lítið var eftir af leiknum sagði Villas-Boas að það hefði ekki skipt neinu máli. „Þótt maður setji stundum varnarmann inn á er maður ekki endilega að hugsa um varnarleikinn,“ sagði Villas-Boas. „Þeir voru að setja mikla pressu á vinstri kantinn okkar og voru oft að tvöfalda á Jose Bosingwa.“ „En við vorum með góða stjórn á vinstri kantinum enda hafði markið ekkert að gera með það. Ég hefði alveg eins getað sett varnarmann inn á - markið tengdist því ekki neitt.“ Fyrir leikinn var mikið rætt um stöðu Frank Lampard en Villas-Boas hefur oftar en ekki skilið Lampard eftir á bekknum í undanförnum leikjum. En í kvöld var Lampard í byrjunarliðinu og þakkaði fyrir sig með góðu marki. „Frank hefur skorað reglulega allan sinn feril og kom þetta mark á góðum tíma eins og öll önnur mörk sem hann hefur skorað,“ sagði Villas-Boas. „Hann stóð stig vel enda einn frábær leikmaður - einn sá besti í okkar liði. Við höfum aldrei efast um hans hæfileika og treystum honum 100 prósent - eins og ég var búinn að segja ykkur áður.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Í beinni: Chelsea - Everton | Afar mikið í húfi hjá heimamönnum Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sér ekki eftir því að hafa sett Salomon Kalou inn á völlinn þegar lítið var eftir af leik liðsins gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea var þá með 1-0 forystu í leiknum þökk sé marki Frank Lampard á 56. mínútu en Kalou fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að handleika knöttinn aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á. „Ég ætla ekki að gagnrýna hann fyrir þetta. Svona lagað gerist í fótbolta,“ sagði Villas-Boas eftir leikinn í kvöld. Spurður hvort að hann hefði átt að setja inn varnarsinnaðri leikmann en Kalou þegar svo lítið var eftir af leiknum sagði Villas-Boas að það hefði ekki skipt neinu máli. „Þótt maður setji stundum varnarmann inn á er maður ekki endilega að hugsa um varnarleikinn,“ sagði Villas-Boas. „Þeir voru að setja mikla pressu á vinstri kantinn okkar og voru oft að tvöfalda á Jose Bosingwa.“ „En við vorum með góða stjórn á vinstri kantinum enda hafði markið ekkert að gera með það. Ég hefði alveg eins getað sett varnarmann inn á - markið tengdist því ekki neitt.“ Fyrir leikinn var mikið rætt um stöðu Frank Lampard en Villas-Boas hefur oftar en ekki skilið Lampard eftir á bekknum í undanförnum leikjum. En í kvöld var Lampard í byrjunarliðinu og þakkaði fyrir sig með góðu marki. „Frank hefur skorað reglulega allan sinn feril og kom þetta mark á góðum tíma eins og öll önnur mörk sem hann hefur skorað,“ sagði Villas-Boas. „Hann stóð stig vel enda einn frábær leikmaður - einn sá besti í okkar liði. Við höfum aldrei efast um hans hæfileika og treystum honum 100 prósent - eins og ég var búinn að segja ykkur áður.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Í beinni: Chelsea - Everton | Afar mikið í húfi hjá heimamönnum Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira