Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2011 19:30 Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. Verið var að leggja nýjan sextán kílómetra veg um austanverðan Vatnsfjörð. Einn reyndasti leiðsögumaðurinn í Barðastrandarsýslum, Úlfar Thoroddsen á Patreksfirði, segir að þetta hafi litið illa út og mikið uppnám hafi orðið snemma sumars í fyrra og menn talið að umhverfisspjöll væru í uppsiglingu. Framkvæmdir höfðu, að því er talið var fyrir mistök, verið leyfðar á þeim tíma árs sem álitinn var sá viðkvæmasti fyrir arnarvarpið og var rætt um að stöðva vinnuna, þar sem ungi hafði uppgötvast í hreiðrinu. „Það hafði gerst að örninn, sennilega bara í banni, leyfði sér að verpa oní miðju framkvæmdasvæðinu, þar sem sprengingarnar og djöfulgangurinn var mestur," segir Úlfar. Forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, Þorleifur Eiríksson, staðfestir að unginn hafi komist á legg úr umræddu hreiðri og framkvæmdirnar hafi engar afleiðingar haft fyrir varpið. Vitað sé að ernir láti tæki ekki trufla sig. Úlfar segir að það gildi um örninn, eins og aðrar skepnur, og manninn líka, að hann sé forvitinn og vilji sambýli og félagsskap. Annað verði ekki lesið út úr þessu. Og örninn var enn á svæðinu í síðustu viku, þegar Stöð 2 var þar að mynda, og sat þá á steini í fjörunni nálægt þjóðveginum. Úlfar segir að svipað hafi gerst þegar vegur var fyrst lagður þarna fyrir um fjörutíu árum. Umhverfissinnar og gæslumenn arnarins hafi þá risið upp og sagt að þetta gengi ekki. Vegurinn hafi samt verið lagður og flestir haldið að örninn yfirgæfi hreiðurssvæðið. „Aðlögunarhæfni arnarins var nú mun meiri en það. Hann bara fór upp í næsta stall." Og hefur verið þar síðan, segir Úlfar. Sjálfur telur hann að aðlögunarhæfni arnarins sé margfalt meiri en almennt sé viðurkennt. Þorleifur Eiríksson er doktor í atferlisfræði dýra og hann segir að ernir séu ekki eins hræddir við tæki og bíla eins og margir halda. Dæmin sýni að þeir séu óhræddir við að verpa nálægt vegum. Hann segir að sumarbústaðir séu miklu verri á arnarslóðum heldur en þjóðvegir. Sumarbústöðum fylgi gjarnan miklar gönguferðir og krakkar að leik og segir Þorleifur að ernir séu mun hræddari við gangandi fólk heldur en vegi og bíla. Dýr Fuglar Vesturbyggð Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. Verið var að leggja nýjan sextán kílómetra veg um austanverðan Vatnsfjörð. Einn reyndasti leiðsögumaðurinn í Barðastrandarsýslum, Úlfar Thoroddsen á Patreksfirði, segir að þetta hafi litið illa út og mikið uppnám hafi orðið snemma sumars í fyrra og menn talið að umhverfisspjöll væru í uppsiglingu. Framkvæmdir höfðu, að því er talið var fyrir mistök, verið leyfðar á þeim tíma árs sem álitinn var sá viðkvæmasti fyrir arnarvarpið og var rætt um að stöðva vinnuna, þar sem ungi hafði uppgötvast í hreiðrinu. „Það hafði gerst að örninn, sennilega bara í banni, leyfði sér að verpa oní miðju framkvæmdasvæðinu, þar sem sprengingarnar og djöfulgangurinn var mestur," segir Úlfar. Forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, Þorleifur Eiríksson, staðfestir að unginn hafi komist á legg úr umræddu hreiðri og framkvæmdirnar hafi engar afleiðingar haft fyrir varpið. Vitað sé að ernir láti tæki ekki trufla sig. Úlfar segir að það gildi um örninn, eins og aðrar skepnur, og manninn líka, að hann sé forvitinn og vilji sambýli og félagsskap. Annað verði ekki lesið út úr þessu. Og örninn var enn á svæðinu í síðustu viku, þegar Stöð 2 var þar að mynda, og sat þá á steini í fjörunni nálægt þjóðveginum. Úlfar segir að svipað hafi gerst þegar vegur var fyrst lagður þarna fyrir um fjörutíu árum. Umhverfissinnar og gæslumenn arnarins hafi þá risið upp og sagt að þetta gengi ekki. Vegurinn hafi samt verið lagður og flestir haldið að örninn yfirgæfi hreiðurssvæðið. „Aðlögunarhæfni arnarins var nú mun meiri en það. Hann bara fór upp í næsta stall." Og hefur verið þar síðan, segir Úlfar. Sjálfur telur hann að aðlögunarhæfni arnarins sé margfalt meiri en almennt sé viðurkennt. Þorleifur Eiríksson er doktor í atferlisfræði dýra og hann segir að ernir séu ekki eins hræddir við tæki og bíla eins og margir halda. Dæmin sýni að þeir séu óhræddir við að verpa nálægt vegum. Hann segir að sumarbústaðir séu miklu verri á arnarslóðum heldur en þjóðvegir. Sumarbústöðum fylgi gjarnan miklar gönguferðir og krakkar að leik og segir Þorleifur að ernir séu mun hræddari við gangandi fólk heldur en vegi og bíla.
Dýr Fuglar Vesturbyggð Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira