Ástralinn Daniel Patrick Betts var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Betts missti stjórn á skapi sínu við það að leika golf með félögum sínum árið 2009.
Eftir hrikalegt upphafshögg kastaði hann kylfunni í Dane Parvianen, félaga sinn, sem hann var með í holli.
Kylfan fór beint í höfuð Parvianen og er félaginn nú nánast mállaus, getur ekki skrifað - já hvað þá stundað íþróttina sem hann elskaði svo mjög, golfið.
Betts játaði allar sakir.
Brjálaður kylfingur fékk tveggja ára dóm

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
