Tiger spilaði vel annan daginn í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 12:15 Tiger Woods í mótinu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods lék þriðja hringinn á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni á 68 höggum í gær, rétt eins og hann gerði á öðrum keppnisdegi. Er það í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins sem hann spilar undir 70 höggum tvo daga í röð. Árangurinn dugar þó Woods ekki til að blanda sér í toppbaráttuna en hann er nú í 38. sæti ásamt fleiri kylfingum á fjórum höggum undir pari samanlagt. Bandaríkjamaðurinn Briny Baird er í efsta sæti fyrir lokadaginn á þrettán höggum undir pari. Hann spilaði stórkostlega í gær og skilaði sér í hús á 64 höggum. Paul Casey frá Englandi og Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els koma næstir á ellefu höggum undir pari. Tiger er að spila á sínu fyrsta móti í sjö vikur en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann vann síðast mót árið 2009 og hefur ekki unnið risamót í þrjú ár auk þess sem hann féll í vikunni úr hópi efstu 50 kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn í fimmtán ár. „Þetta er allt að koma núna,“ sagði hann. „Ég er að bæta mig á hverjum degi sem er hið besta mál. Það er augljóst að ég þarf að spila mjög vel á morgun (í dag), bæta mig mjög mikið, pútta vel og ná virkilega lágu skori.“ Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods lék þriðja hringinn á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni á 68 höggum í gær, rétt eins og hann gerði á öðrum keppnisdegi. Er það í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins sem hann spilar undir 70 höggum tvo daga í röð. Árangurinn dugar þó Woods ekki til að blanda sér í toppbaráttuna en hann er nú í 38. sæti ásamt fleiri kylfingum á fjórum höggum undir pari samanlagt. Bandaríkjamaðurinn Briny Baird er í efsta sæti fyrir lokadaginn á þrettán höggum undir pari. Hann spilaði stórkostlega í gær og skilaði sér í hús á 64 höggum. Paul Casey frá Englandi og Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els koma næstir á ellefu höggum undir pari. Tiger er að spila á sínu fyrsta móti í sjö vikur en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann vann síðast mót árið 2009 og hefur ekki unnið risamót í þrjú ár auk þess sem hann féll í vikunni úr hópi efstu 50 kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn í fimmtán ár. „Þetta er allt að koma núna,“ sagði hann. „Ég er að bæta mig á hverjum degi sem er hið besta mál. Það er augljóst að ég þarf að spila mjög vel á morgun (í dag), bæta mig mjög mikið, pútta vel og ná virkilega lágu skori.“
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira