Innlent

Slæmt ef samfélagið telur að réttarkerfið hafi brugðist

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Almenningur hefur látið sig Guðmundar- og Geirfinnsmálið varða. Þannig hef ég í vikunni fengið 1190 undirskriftir þar sem krafist er rannsóknar og endurupptöku þessara mála," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar að hann tilkynnti um stofnun sérstaks starfshóps sem mun rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálin.

„Þá hafa þau sjónarmið ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis í málinu að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Að mínum dómi er það slæmt fyrir réttarkerfið og varðar þannig almannahag að sú skoðun sé útbreidd í samfélaginu að réttarkerfið hafi brugðist," sagði Ögmundur.

Starfshópnum yrði falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar.

Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá blaðamannafundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×