Innlent

Erla Bolladóttir gleðst yfir stofnun starfshópsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erla Bolladóttir var viðstödd blaðamannafund innanríkisráðherra í dag.
Erla Bolladóttir var viðstödd blaðamannafund innanríkisráðherra í dag.
Erla Bolladóttir, einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glöð yfir því að búið sé að stofna starfshóp sem mun fara yfir rannsókn málsins. „En ég finn líka fyrir trega yfir því að Sævar og Tryggvi Rúnar skuli vera farnir og ekki upplifa þetta með okkur," segir Erla.

Eins og kunnugt er fékk Sævar Ciesielski þyngsta dóminn í málinu. Hann fékk sautján ára fangelsisdóm. Sævar barðist lengi fyrir endurupptöku málsins, en árið 1996 hafnaði Hæstiréttur beiðni hans um endurupptöku þess.

Erla var viðstödd blaðamannafund í dag, þar sem innanríkisráðherra tilkynnti um stofnun hópsins. Þar voru einnig ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í málinu, og dóttir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×