Innlent

Ráðherra mun láta skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson ætlar að láta skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið.
Ögmundur Jónasson ætlar að láta skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Mynd/ Valli.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun tilkynna um stofnun starfshóps sem á að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið á morgun. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið fyrr en í fyrramálið.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt umtalaðasta sakamál Íslandssögunnar. Málið hefur vakið töluverða athygli á undanförnum dögum og mánuðum. Ekki síst vegna þess að aðalsakborningurinn, Sævar Cisielski, lést fyrr á árinu. Þá hefur verið fjallað um málið í Íslandi í dag, þar sem dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar hafa verið birtar opinberlega í fyrsta skipti.

Gísli Guðjónsson, einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi, hefur lýst yfir vilja sínum til þess að ljá málinu stuðning sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×