Erlent

Taj Mahal að hruni komið

Fjölsóttasti ferðamannastaður Indlands, grafhýsið Taj Mahal, er við það að hrynja til grunna að sögn sérfræðinga. Átak hefur veri sett í gang til þess að reyna að afla fjármuna til þess að bjarga byggingunni sem Mógúllinn Shah Jahan byggði til minningar um konu sína sem lést af barnsförum fyrir rúmum 350 árum. Undirstöður byggingarinnar eru úr tréi sem farið er að rotna og nú er svo komið að sprungur eru farnar að myndast í marmaraveggina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×