„Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi“ Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 20:20 Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira