„Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi“ Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 20:20 Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira