Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu kalla á rannsókn Helga Arnardóttir skrifar 2. október 2011 18:57 Einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu lýsti ítrekað yfir sakleysi sínu í dagbókarfærslum sem hann ritaði á meðan hann sat í einangrun í Síðumúlafangelsinu í tvö ár, 24 ára að aldri. Upplýsingarnar úr dagbókunum hafa aldrei birst opinberlega. Gísli Guðjónsson einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi segir nauðsynlegt að rannsaka málið að nýju í ljósi dagbókanna með tilliti til falskra játninga. Guðmundar og Geirfinnsmálið er eitt stærsta sakamál Íslandsögunnar. Guðmundur og Geirfinnur Einarssynir hurfu sporlaust með tæplega ellefu mánaða millibili 1974. Ári síðar voru fjögur ungmenni handtekin í desember 1975 og síðar voru fleiri grunaðir þegar leið á rannsókn málsins. 1977 kvað sakadómur Reykjavíkur upp dóm yfir sex einstaklingum fyrir aðild að hvarfi mannanna. Allir sakborningarnir játuðu brot sín við rannsókn málsins en drógu síðar játningar sínar til baka. Tryggvi Rúnar Leifsson var einn sakborninganna. Hann sat nær samfellt í tvö ár í einangrun ásamt Sævari Ciesielski og Kristjáni Viðari Viðarssyni. Tryggvi hlaut 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Hann hélt dagbækur þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Þar greindi hann frá öllu því sem átti sér stað meðal annars samskiptum við fangaverði, rannsakendur og lækna. Tryggvi lést úr krabbameini fyrir tveimur árum en hann hefði orðið sextugur í dag, annan október. Dagbækurnar hafa verið í vörslu dóttur Tryggva, en upplýsingar úr þeim hafa aldrei verið birtar opinberlega fyrr en nú. Úr dagbókarfærslu sem Tryggvi Rúnar ritaði 24.10.77 kemur fram: Ég hef dvalið rúmlega 22 mánuði af lífi mínu, og saklaus. Það er meiri raun heldur en margur heldur. Klefastærðin er ca 2x2 kannski rétt rúmlega. Já hér er ég búin að eyða tveimur árum ævi minnar. Lokaður burtu frá öllum ! Hef ekki fengið að sjá mína fjölskyldu allan þennan tíma. Í dagbókunum greinir Tryggvi frá lyfjagjöfum sem hann fékk þrisvar á dag, meðal annars róandi lyf, þunglyndislyf og svefnlyf . Þá kemur einnig fram að hann fékk eingöngu að fara út einu sinni á dag fimmtán mínútur í senn. Tryggvi ritar 9.11.76: Klukkan 16:40-16:57 var ég úti í garði. X fór með mér út og stóð í dyrunum að innanverðu. Ég gekk allan tímann hratt til að halda á mér hita og ekki er sumarið komið ennþá en ekki er öll von úti ennþá. Gísli Guðjónsson einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag hefur verið búsettur í Lundúnum um margra ára skeið. Hann hefur komið að allt að þúsund sakamálum á sínum ferli og þykir einn hæfasti á sviði falskra játninga. Gísli hefur aldrei tjáð sig opinberlega um Guðmundar-og Geirfinnsmálið fyrr en nú. Hann telur að með tilkomu dagbókanna sé tilefni til að hefja rannsókn á þessu máli að nýju. Gísli hefur lesið dagbækurnar sem ná frá lok október 1976 til loka ársins 1977. „Það sem er sláandi við þessar dagbækur, þó þær fari ekki eins langt aftur í tímann eins og æskilegt væri til að gefa okkur mynd af yfirheyrslum og upphafi rannsóknar málsins, þá er greinilegt að hann talar eins og saklaus maður. Hann hafi rangar sakir og játað falskt. Hann hafi í raun og veru játað á sig sakir til að forðast það að vera lengi í gæsluvarðhaldi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt að taka þetta mál upp og rannsaka það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Ítarlega verður fjallað um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, dagbókarfærslur Tryggva Rúnars og sýnt verður nánar úr viðtali við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing strax eftir fréttir í Íslandi í dag annað kvöld í opinni dagskrá. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu lýsti ítrekað yfir sakleysi sínu í dagbókarfærslum sem hann ritaði á meðan hann sat í einangrun í Síðumúlafangelsinu í tvö ár, 24 ára að aldri. Upplýsingarnar úr dagbókunum hafa aldrei birst opinberlega. Gísli Guðjónsson einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi segir nauðsynlegt að rannsaka málið að nýju í ljósi dagbókanna með tilliti til falskra játninga. Guðmundar og Geirfinnsmálið er eitt stærsta sakamál Íslandsögunnar. Guðmundur og Geirfinnur Einarssynir hurfu sporlaust með tæplega ellefu mánaða millibili 1974. Ári síðar voru fjögur ungmenni handtekin í desember 1975 og síðar voru fleiri grunaðir þegar leið á rannsókn málsins. 1977 kvað sakadómur Reykjavíkur upp dóm yfir sex einstaklingum fyrir aðild að hvarfi mannanna. Allir sakborningarnir játuðu brot sín við rannsókn málsins en drógu síðar játningar sínar til baka. Tryggvi Rúnar Leifsson var einn sakborninganna. Hann sat nær samfellt í tvö ár í einangrun ásamt Sævari Ciesielski og Kristjáni Viðari Viðarssyni. Tryggvi hlaut 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Hann hélt dagbækur þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Þar greindi hann frá öllu því sem átti sér stað meðal annars samskiptum við fangaverði, rannsakendur og lækna. Tryggvi lést úr krabbameini fyrir tveimur árum en hann hefði orðið sextugur í dag, annan október. Dagbækurnar hafa verið í vörslu dóttur Tryggva, en upplýsingar úr þeim hafa aldrei verið birtar opinberlega fyrr en nú. Úr dagbókarfærslu sem Tryggvi Rúnar ritaði 24.10.77 kemur fram: Ég hef dvalið rúmlega 22 mánuði af lífi mínu, og saklaus. Það er meiri raun heldur en margur heldur. Klefastærðin er ca 2x2 kannski rétt rúmlega. Já hér er ég búin að eyða tveimur árum ævi minnar. Lokaður burtu frá öllum ! Hef ekki fengið að sjá mína fjölskyldu allan þennan tíma. Í dagbókunum greinir Tryggvi frá lyfjagjöfum sem hann fékk þrisvar á dag, meðal annars róandi lyf, þunglyndislyf og svefnlyf . Þá kemur einnig fram að hann fékk eingöngu að fara út einu sinni á dag fimmtán mínútur í senn. Tryggvi ritar 9.11.76: Klukkan 16:40-16:57 var ég úti í garði. X fór með mér út og stóð í dyrunum að innanverðu. Ég gekk allan tímann hratt til að halda á mér hita og ekki er sumarið komið ennþá en ekki er öll von úti ennþá. Gísli Guðjónsson einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag hefur verið búsettur í Lundúnum um margra ára skeið. Hann hefur komið að allt að þúsund sakamálum á sínum ferli og þykir einn hæfasti á sviði falskra játninga. Gísli hefur aldrei tjáð sig opinberlega um Guðmundar-og Geirfinnsmálið fyrr en nú. Hann telur að með tilkomu dagbókanna sé tilefni til að hefja rannsókn á þessu máli að nýju. Gísli hefur lesið dagbækurnar sem ná frá lok október 1976 til loka ársins 1977. „Það sem er sláandi við þessar dagbækur, þó þær fari ekki eins langt aftur í tímann eins og æskilegt væri til að gefa okkur mynd af yfirheyrslum og upphafi rannsóknar málsins, þá er greinilegt að hann talar eins og saklaus maður. Hann hafi rangar sakir og játað falskt. Hann hafi í raun og veru játað á sig sakir til að forðast það að vera lengi í gæsluvarðhaldi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt að taka þetta mál upp og rannsaka það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Ítarlega verður fjallað um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, dagbókarfærslur Tryggva Rúnars og sýnt verður nánar úr viðtali við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing strax eftir fréttir í Íslandi í dag annað kvöld í opinni dagskrá.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent