Handbolti

Umfjöllun: Framarar með fullt hús stiga eftir sigur á Haukum

Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar
Mynd/Valli
Framarar unnu frábæran sigur gegn Haukum, 23-22, í annarri umferð N1-deild karla, en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en skelfileg byrjun heimamanna í þeim síðari kostaði þá sigurinn. Þetta var annar sigur Framara í röð en liðið vann Íslandsmeistarana í FH í fyrstu umferð.

Mikið jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir fimm mínútna leik. Haukar voru aftur á móti alltaf einu skrefi á undan Fram og þegar leið á hálfleikinn tóku þeir meiri völd á vellinum.

Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 11-8 fyrir heimamenn. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Haukar, var að verja virkilega vel í fyrri hálfleiknum og lagði grunninn af þeirri forystu sem Haukar fóru með inn í hálfleikinn. Staðan var 13-10 þegar flautar var til leikhlés.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 12 skot í fyrri hálfleik og þar af tvö víti, frábær hálfleikur hjá markverðinum stóra.

Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn miklu betur og gerðu fimm fyrstu mörk hálfleiksins og komust yfir 15-13, frábær kafli frá Fram en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleik þegar 8 mínútur voru liðnar.

Haukar gerðu aðeins eitt mark fyrstu átján mínútur síðari hálfleiksins og ekkert gekk upp sóknarlega hjá liðinu. Á sama tíma voru Framarar sterkir á öllum vígstöðum og náðu mest fimm marka forskoti 19-14 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum.

Framarar voru sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir að Haukar hafi komið til baka undir lokin. Haukar fengu tækifæri til að jafna metinn undir blálok leiksins en skot frá Sveini Þorgeirssyni fór yfir markið. Leikurinn endaði því með sigri Fram 23-22 og þeir hafa ekki tapað í fyrstu tveim umferðunum.

Haukar-Fram 22-23 (13-10)

Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmannsson 6/3 (14/3), Freyr Brynjarsson 5 (6), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Nemanja Malovic 3 (9), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7), Sveinn Þorgeirsson 2 (6), Gylfi Gylfason 1(3).

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12/2 (27/4 , 44%.),Birkir Ívar Guðmundsson 6/1 (15/1, 40%.).

Hraðaupphlaup: 3 (Gylfi, Freyr og Sveinn)

Fiskuð víti: 4 (Malovic, Freyr og Gylfi).

Utan vallar: 6 mín

Mörk Fram (skot): Sigurður Eggertsson 5 (8), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (7), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (10/3), Jóhann Karl Reynisson 3 (4), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Stefán Stefánsson 3 (4), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Sigfús Páll Sigfússon 1 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 0/1 (0/2).

Varin skot: Sebastian Alexandersson 5 (18/2, 27%), Magnús Erlendsson 6 (14/1, 42%)

Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Stefán 2, Jóhann Karl og Sigurður)

Fiskuð víti: 4 (Sigurður 2, Ægir og Stefán)

Utan vallar: 4 mínútur.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×