Viðskipti erlent

Apple hagnaðist um 3.000 milljarða

Hugbúnaðarfyrirtækið Apple er á gríðarlegri siglingu þessa dagana.
Hugbúnaðarfyrirtækið Apple er á gríðarlegri siglingu þessa dagana.
Hagnaður Apple fyrir rekstrarárið sem lauk 24. september sl. nam 25,9 milljörðum dollara, eða sem nemur tæplega 3.000 milljörðum króna. Frá þessu greindi Apple í dag. Tilkynning frá því í gær, þegar tilkynnt var um að sala fyrirtækisins hefði verið undir væntingum sérfræðinga, hafði umtalsverð áhrif á markaðsvirði Apple en það féll um fimm prósent við fréttirnar, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Til þess að setja þessar hagnaðartölur Apple í samhengi má nefna að landsframleiðsla Íslands er um 1.500 milljarðar króna.

Þrátt fyrir að salan hafi ekki verið eins mikil og greinendur bjuggust við þá hefur rekstur Apple gengið vel að undanförnu.

Búist er við því að útgáfa fyrirtækisins á nýjum síma, IPhone 4S, muni styrkja tekjuhliðina til mikilla muna. Forpantanir á símanum voru yfir milljón talsins, sem er met hjá Apple.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×