Viðskipti erlent

Olíuborpallur boðinn almenningi til sölu

Norska olíufélagið Statoil hefur boðið almenningi til sölu einn af olíuborpöllum sínum. Borpallurinn er staðsettur á Huldra olíusvæðinu í Norðursjónum vestur af Bergen.

Borpallurinn var tekinn í notkun fyrir 10 árum en lífstíma hans er að ljúka þar sem olían fer þverrandi á svæðinu.

Í auglýsingu frá Statoil um pallinn segir að hann sé 20 herbergja, velmeðfarinn og þar sé einstakt útsýni til hafsins í boði sem og gott pláss fyrir þyrlupall.

Statoil segir að mun betra sé fyrir félagið að selja pallinn ef hægt er en að þurfa að búta hann niður úi brotajárn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×