Viðskipti erlent

Björgunarsjóður ESB stækkaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, ráða ráðum sínum.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, ráða ráðum sínum.
Frakkar og Þjóðverjar hafa náð samkomulagi um að björgunarsjóður fyrir evrusvæðið verði stækkaður upp í tvær trilljónir evra til að takast á við skuldakreppuna í Evrópu. Málið verður rætt á fundi leiðtoga Evrópuríkja um næstu helgi, eftir því sem fullyrt er á fréttavef Guardian.

Guardian segir að þetta sé helsta ástæðan fyrir því að allar helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafi hækkað við lokun markaða klukkan átta í kvöld. Markaðir í Bandaríkjunum hafi hingað til verið næmir fyrir fréttum frá Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×