Innlent

Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni?

Lögreglan biður þá sem vita hver maðurinn á myndinni er eða hvar hann er niðurkominn að hafa samband.
Lögreglan biður þá sem vita hver maðurinn á myndinni er eða hvar hann er niðurkominn að hafa samband. mynd/lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun.

Vegna málsins er óskað sérstaklega eftir vitnum að grunsamlegum mannaferðum á Vegamótastíg frá klukkan 10 - 10:30 í gær.

Þá eru þeir sem þekkja manninn á meðfylgjandi myndum, eða vita hvar hann er að finna, vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða senda upplýsingar á netfangið abending@lrh.is.


Tengdar fréttir

Ógnuðu starfsfólki með byssum

Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum.

Ræningjarnir ganga enn lausir

Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni.

Kort af leið ræningjanna - Þaulskipulagðir á þremur bílum

Þrír grímuklæddir menn vopnaðir byssum rændu fokdýrum Rolex-úrum úr verslun Michelsen úrsmiða í gær. Frank Michelsen segist viss um að skoti hafi verið hleypt af. Ránið var þaulskipulagt og svo virðist sem ræningjarnir hafi notast við þrjá stolna bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×