Viðskipti erlent

Völdu laxinn í staðinn fyrir gullið

Íbúar í litlu sveitarfélagi í suðurhluta Alaska ákváðu að hafna gull- og koparnámuvinnslu við stöðuvatn í sveitarfélaginu og það þótt sú vinnsla hafi átt að skapa 1.000 ný störf fyrir íbúana sem glíma við töluvert atvinnuleysi.

Kosið var um málið og hafnaði naumur meirihlutinn gullvinnslunni. Það sem hékk á spýtunni var að í vatinu er að finna eina stærstu eldisstöð fyrir svokallaðan rauðlax í Alaska en hann getur orðið allt að 14 pund að stærð í vatninu. Með gullvinnslunni voru dagar laxeldisins hugsanlega taldir vegna mengunnar frá námurekstrinum. Mengunin hefði einnig getað skaðað aðra fiskstofna í vatninu sem ber heitið Iliamna Lake.

Þekkt fólk blandaði sér í baráttuna um framtíð vatnsins, þar á meðal leikarinn Robert Redford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×